Fyrrverandi Disney-stjarna ákærð fyrir glannaakstur

Ashley Tisdale fór meðal annars með hlutverk í High School …
Ashley Tisdale fór meðal annars með hlutverk í High School Musical og The Suite Life of Zach and Cody. Samsett mynd

Fyrrverandi Disney-stjarnan Ashley Tisdale hefur verið ákærð fyrir glannaakstur í tengslum við umferðarslys sem átti sér stað á Hollywood Boulevard í Los Angeles á síðasta ári.

TMZ hefur eftir Michael R. Parker, lögmanni ákæranda, að Tisdale sé grunuð um gáleysislegan akstur þegar hún snögglega skipti um akrein og olli í kjölfarið árekstri. Lögmaðurinn heldur því einnig fram að leikkonan hafi verið með „mikil læti” og byrjað að kalla ákærandann Linu Gonzales „öllum illum nöfnum“.

Sjálf segist Gonzales hafa hlotið háls- og bakmeiðsli í kjölfar árekstursins sem hafi valdið henni tekjutapi og miklum lækniskostnaði, eða um 19 milljónum íslenskra króna. Gonzales fer fram á skaðabætur.

Ekki hefur náðst í fulltrúa leikkonunnar, en réttarhöld yfir Tisdale eru áætluð í febrúar 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar