Með giftingarhringinn þrátt fyrir skilnaðarorðróm

Joe Jonas og Sophie Turner.
Joe Jonas og Sophie Turner. AFP

Fjölmiðlar vestanhafs keppast nú um að flytja fréttir af Joe Jonas og Sophie Turner, en hjónin eru sögð vera að skilja. Jonas og Turner hafa verið gift í fjögur ár en háværar sögusagnir hafa verið á kreiki síðustu daga um yfirvofandi skilnað hjónanna. Það vakti þó mikla athygli á tónleikum Jonas Brothers á sunnudagskvöldið að þegar söngvarinn kom á svið ásamt bræðrum sínum, Kevin og Nick, var hann með giftingarhringinn á baugfingri. 

Söngvarinn er sagður hafa leitað sér lögfræðiráðgjafar vegna skilnaðar í Los Angeles á dögunum en samkvæmt fréttum hafa hjónin átt í miklum erfiðleikum undanfarna mánuði. Jonas sást á götum New York-borgar hinn 11. ágúst síðastliðinn og var þá án hringsins og eru því miklar vangaveltur í gangi um framvindu málsins hjá áhyggjufullum aðdáendum hjónanna. 

Jonas og Turner létu pússa sig saman árið 2019 og fögnuðu ástinni með tveimur brúðkaupum. Parið gifti sig í Las Vegas og hélt einnig stærri athöfn í Frakklandi nokkru síðar þar sem Turner klæddist glæsilegum Louis Vuitton kjól.

Hjónin eiga tvær ungar dætur, 3 ára og 13 mánaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar