Sérstök hátíðarsýning verður haldin í Háskólabíói hinn 12. september næstkomandi á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort. Íslenska kvikmyndafyrirtækið Netop Films, sem gaf meðal annars út verðlaunamyndina Hrútar, stendur fyrir hátíðarsýningunni.
Northern Comfort er svört kómedía um hóp fólks á flughræðslunámskeiði, þar sem ferðinni er heitið til Íslands. Kvikmyndin skartar leikurum á borð við Lydiu Leonard, Rob Delaney, Timothy Spall, Sverri Gudnasyni og Svandísi Dóru Einarsdóttur.
Ásamt því að sjá um leikstjórn er Hafsteinn einnig einn af handritshöfundum Northern Comfort. Hnn skrifaði handritið ásamt þeim Halldóri Laxness Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, og Tobias Munthe.
Northern Comfort verður frumsýnd hérlendis hinn 15. september.