Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn

Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í …
Danny Masterson varð frægur þegar hann lék Steven Hyde í þáttaröðinni That '70s Show. AFP

Leikarinn Danny Masterson hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu þar sem hann dvelur. Masterson var dæmdur í 30 ára fangelsi á fimmtudag fyrir að nauðga tveimur konum snemma á þessari öld.

Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Steven Hyde í That 70’s Show, er undir sérstöku sólarhringseftirliti þar sem hann dvelur, en leikarinn bíður nú eftir því að verða fluttur í varanlegt varðhald í Kaliforníu.

Samkvæmt heimildarmanni vefmiðilsins TMZ þá eru lögreglu- og gæslumenn fangelsins að fylgjast vel með Masterson og kíkja á leikarann í fangaklefa hans á 30 mínútna fresti, en verið að meta geðheilbrigði Masterson og reyna að koma í veg fyrir sjálfsskaða. 

Leikarinn var dæmd­ur fyr­ir að nauðga tveim­ur kon­um á heim­ili sínu í Hollywood Hills árin 2001 og 2003.

Hann var einnig kærður fyr­ir að nauðga einni ann­arri konu en kviðdóm­ur­inn taldi að ekki væri hægt að sanna það með nógu góðum sönn­un­ar­gögn­um. Sak­sókn­ari seg­ir að Master­son hafi byrlað kon­un­um og síðan beitt þær of­beldi.

Ef þú upp­lif­ir sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir