Heimildamyndin Konungur fjallanna í leikstjórn Arnars Þórissonar var forsýnd í Bíóhúsinu á Selfossi í kvöld en þar var margt um manninn og fyllt út úr dyrum.
Kristinn Guðnason frá Skarði í Landsveit, sem hefur verið fjallkóngur í smalamennsku í Landmannaafrétti frá árinu 1981, er í lykilhlutverki í myndinni.
Heimildamyndinni fylgir smölum nokkrum sinnum eftir í Landmannaafrétti. Myndin verður frumsýnd á þriðjudaginn, 12. september
Framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir.