Kynþokkafyllsti maður heims í hnapphelduna

Chris Evans og Alba Baptista hafa verið að stinga saman …
Chris Evans og Alba Baptista hafa verið að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Leik­ar­inn Chris Evans gekk í hjónaband með portúgölsku leikkonunni Ölbu Bapt­i­sta um helgina. Leikaraparið fagnaði ástinni með fámennum hópi á laugardaginn að því fram kemur á vef People. Evans var valinn kynþokkafyllsti maður heims í fyrra af sama miðli og er hann þar með formlega genginn út. 

Athöfnin fór fram á einkalóð á Cape Cod í Massachusetts-ríki í Banda­ríkj­un­um. Margir frægir vinir hjónanna sáust í nágrenni Boston um helgina. Þar á meðal meðleikarar hans úr Marvel-myndunum Robert Downey Jr. og eiginkona hans Susan Downey. Leikarinn Chris Hemsworth og eiginkona hans Elsa Pataky voru líka á svæðinu sem og leikarinn Jeremy Renner. Einnig sást til leikarahjónanna Johns Krasinskis og Emily Blunt.

Chris Evans.
Chris Evans. AFP

Evans hef­ur leikið í fjölda kvik­mynda og þátt­araða á ferli sín­um, en hann er lík­lega hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk of­ur­hetj­unn­ar Kaf­teinn Am­er­íka í Mar­vel-kvik­mynd­un­um.

Bapt­i­sta er þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Mrs. Harris Goes to Par­is. Þá tal­ar hún fimm tungu­mál, en hún er dótt­ir verk­fræðings og þýðanda. Hún hef­ur varið tals­verðum tíma til mannúðar­starfs, meðal ann­ars á munaðarleys­ingja­hæli í Kambódíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir