Kynþokkafyllsti maður heims í hnapphelduna

Chris Evans og Alba Baptista hafa verið að stinga saman …
Chris Evans og Alba Baptista hafa verið að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Leik­ar­inn Chris Evans gekk í hjónaband með portúgölsku leikkonunni Ölbu Bapt­i­sta um helgina. Leikaraparið fagnaði ástinni með fámennum hópi á laugardaginn að því fram kemur á vef People. Evans var valinn kynþokkafyllsti maður heims í fyrra af sama miðli og er hann þar með formlega genginn út. 

Athöfnin fór fram á einkalóð á Cape Cod í Massachusetts-ríki í Banda­ríkj­un­um. Margir frægir vinir hjónanna sáust í nágrenni Boston um helgina. Þar á meðal meðleikarar hans úr Marvel-myndunum Robert Downey Jr. og eiginkona hans Susan Downey. Leikarinn Chris Hemsworth og eiginkona hans Elsa Pataky voru líka á svæðinu sem og leikarinn Jeremy Renner. Einnig sást til leikarahjónanna Johns Krasinskis og Emily Blunt.

Chris Evans.
Chris Evans. AFP

Evans hef­ur leikið í fjölda kvik­mynda og þátt­araða á ferli sín­um, en hann er lík­lega hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að fara með hlut­verk of­ur­hetj­unn­ar Kaf­teinn Am­er­íka í Mar­vel-kvik­mynd­un­um.

Bapt­i­sta er þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Mrs. Harris Goes to Par­is. Þá tal­ar hún fimm tungu­mál, en hún er dótt­ir verk­fræðings og þýðanda. Hún hef­ur varið tals­verðum tíma til mannúðar­starfs, meðal ann­ars á munaðarleys­ingja­hæli í Kambódíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka