Volaða Land framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Stilla úr kvikmyndinni Volaða land.
Stilla úr kvikmyndinni Volaða land. Ljósmynd/Aðsend

Kvik­mynd­in Volaða Land verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlaunna 2024. Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar helstu fag­fé­laga ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands.

Óskar­sverðlauna­hátíðin fer fram í 96. sinn sunnu­dag­inn 10. mars á næsta ári. Til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna verða kynnt­ar þriðju­dag­inn 23. janú­ar 2024.

Kvik­mynd sem ögr­ar áhorf­end­um 

„Volaða Land er marg­slungið heil­steypt kvik­mynda­verk sem ögr­ar áhorf­and­an­um með því að spyrja sam­mann­legra spurn­inga um til­vist og til­gang manns­ins á hug­rakk­an og áleit­in hátt.

Mynd­in seg­ir frá ung­um dönsk­um presti, Lucas, sem held­ur til Íslands und­ir lok 19. ald­ar í þeim til­gangi að reisa kirkju og ljós­mynda íbúa eyj­unn­ar. Óvæg­in nátt­úru­öfl­in hafa snemma áhrif á ferðalagið og sam­skipti ný­lendu­herr­ans við ís­lenska sveita­mann­inn Ragn­ar ganga ekki sem skyldi vegna tungu­mála­erfiðleika og menn­ing­armun­ar. Á ferðalag­inu og í leit sinni að æðri mætti þarf prest­ur­inn að kljást við sjálf­an sig and­spæn­is nátt­úr­unni. Löng­un hans til yf­ir­ráða gagn­vart henni verður hon­um að falli.

Kvik­mynda­taka Mariu Von Hausswolff er stór­brot­in og er hver rammi eins og lista­verk. Nátt­úra Íslands í gegn­um linsu henn­ar er í senn óvæg­in, fram­andi, ógn­vekj­andi, frá­hrind­andi og blaut en líka ægi­fög­ur og heill­andi án þess að verða nokk­urn tím­ann væm­in eða yf­ir­drif­in.

Þrátt fyr­ir að viðfangs­efni mynd­ar­inn­ar og efnis­tök séu al­var­leg og drunga­leg er mynd­in oft og tíðum mjög fynd­in og sett fram af ein­stakri næmni og dýpt,“ seg­ir í um­sókn dóm­nefnd­ar. 

Aðstandendur myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Aðstand­end­ur mynd­ar­inn­ar á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es. AFP/​Val­ery HACHE

Volaða Land er skrifuð og leik­stýrð af Hlyni Pálma­syni. Með aðal­hlut­verk fara þau Elliott Cros­set Hove, Ingvar Sig­urðsson, Vic Car­men Sonne, Ída Mekkín Hlyns­dótt­ir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilm­ar Guðjóns­son.

Hlotið fjölda viður­kenn­inga

Frá frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar á Cann­es kvik­mynda­hátíðinni 2022 hef­ur hún safnað fjölda verðlauna og til­nefn­inga á mörg­um virt­ustu alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðunum, auk þess sem hún hef­ur verið til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs og Evr­ópsku Kvik­mynda­verðlauna.

Frum­sýn­ing mynd­ar­inn­ar í ís­lensk­um kvik­mynda­hús­um var þann 10. mars 2023 og hlaut mynd­in tvenn verðlaun á Eddu­verðlauna­hátíðinni í sama mánuði. Hlyn­ur hlaut Eddu­verðlaun fyr­ir leik­stjórn árs­ins og Maria von Hausswolff fyr­ir kvik­mynda­töku.

Stilla úr kvikmyndinni Volaða Land.
Stilla úr kvik­mynd­inni Volaða Land.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Ný tækni eða breyttar aðferðir muni gera lífið skemmtilegra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú hefur djarfar og ákveðnar hugmyndir um að græða pening í dag, og ert mjög kraftmikil/l í vinnu. Ný tækni eða breyttar aðferðir muni gera lífið skemmtilegra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir