Eiginkona Masterson sögð „eyðilögð og óhuggandi“

Danny Masterson gerði garðinn frægan í bandarísku þáttaseríunni That 70's …
Danny Masterson gerði garðinn frægan í bandarísku þáttaseríunni That 70's Show. AFP

Eiginkona bandaríska leikarans Danny Masterson, Bijou Philips, er sögð „eyðilögð og óhuggandi“ yfir fangelsisdómi Masterson, en leikarinn var í síðustu viku dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum snemma á þessari öld. Samkvæmt Philips, sem hefur verið gift Masterson frá árinu 2011, hefur hún engin áform í huga um það að enda hjónabandið.

„Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá því að hann var dæmdur,“ sagði heimildarmaður við tímaritið People á miðvikudag. „Hún elskar Danny og ætlar ekki að sækja um skilnað. Hún stendur með honum.“

Philips, 43 ára, er einnig sögð mjög áhyggjufull um að leikarinn verði fyrir skaða af völdum annarra fanga, en leikkonan trúir á sakleysi Masterson og er vongóð um hægt verði að áfrýja dómnum í náinni framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar