Breska söngkonan Adele kom aðdáendum sínum á óvart á laugardagskvöldið þegar hún kallaði Rich Paul, kærasta hennar til tveggja ára, eiginmann sinn. Ef það reynist vera satt er þetta í annað sinn sem söngstjörnunni tekst að ganga í hnapphelduna með leynd.
Á tónleikum Adele í Las Vegas á laugardagskvöldið var kona í áhorfendasalnum sem hrópaði til söngkonunnar: „Viltu giftast mér?”, en óvænta bónorðið hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum.
@adeleslittleloveee adele calls rich, her husband during weekend 27 || the way i made this video yesterday>> @adeleslittleloveee🫶🏻 #adele30 #adele25 #adele21 #adele19 #adele #adele #adeleadkins #adelelaurieblueadkins #adelefans #adelefan #daydreamers #daydreamer #adelesongs #adelesong #songs #song #foryoupage #fypage #foryou #4up #fyp #trending #xyzbca #omgpage #viral #edit #weekendswithadele #adeleslittleloveee #weekend27 #week27 @Adele Access ♬ original sound - adeleslittleloveee🫶🏻
Söngkonan afþakkaði og sagði salnum að eiginmaður hennar væri meðal gesta í salnum í kvöld.
Adele og Paul opinberuðu samband sitt í júlí 2021, en söngkonan hefur sést með demantshring á vinstri baugfingri í rúmt ár.
Adele var áður gift Simon Konecki og eiga þau einn son, Angelo.