Í hnapphelduna í annað sinn?

Rich Paul og Adele.
Rich Paul og Adele. AFP

Breska söngkonan Adele kom aðdáendum sínum á óvart á laugardagskvöldið þegar hún kallaði Rich Paul, kærasta hennar til tveggja ára, eiginmann sinn. Ef það reynist vera satt er þetta í annað sinn sem söngstjörnunni tekst að ganga í hnapphelduna með leynd.

Á tónleikum Adele í Las Vegas á laugardagskvöldið var kona í áhorfendasalnum sem hrópaði til söngkonunnar: „Viltu giftast mér?”, en óvænta bónorðið hefur nú verið birt á samfélagsmiðlum.

Söngkonan afþakkaði og sagði salnum að eiginmaður hennar væri meðal gesta í salnum í kvöld. 

Adele og Paul opinberuðu samband sitt í júlí 2021, en söngkonan hefur sést með demantshring á vinstri baugfingri í rúmt ár.

Adele var áður gift Simon Konecki og eiga þau einn son, Angelo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar