Jackman á röltinu í New York eftir skilnaðarfréttir

Hjónin komu heiminum í uppnám eftir tíðindin.
Hjónin komu heiminum í uppnám eftir tíðindin. AFP

Ástralski leikarinn Hugh Jackman sást á götum New York-borgar á sunnudag aðeins dögum eftir að hann tilkynnti um skilnað við eiginkonu sína til 27 ára, Deborru-Lee Furness. 

Jackman, 54 ára, var léttklæddur í stuttbuxum og bol frá Global Citizen Festival en blíðskaparveður hefur leikið við borgarbúa síðastliðna daga. 

Leikarahjónin komu heiminum í hálfgert uppnám á föstudag þegar þau tilkynntu um skilnað sinn. Sögðust þau vera þakklát fyrir að hafa eytt nær þremur áratugum saman sem hjón í ástríku og yndislegu hjónabandi. 

Yfir sig ástfanginn í apríl

Í apríl birti Jackman færslu á Instagram í tilefni af 27 ára brúðkaupsafmæli hjónanna. Þar fór leikarinn fögrum orðum um eiginkonu sína.

„Ég elska þig, Deb. Í dag eig­um við 27 ára brúðkaup­saf­mæli. 27 ÁRA!! Ég elska þig svo mikið. Sam­an höf­um við búið til fal­lega fjöl­skyldu. Og lífið. Hlát­ur­inn þinn, andi, gjaf­mildi, húm­or, ósvífni, hug­rekki og tryggð er mér hin ótrú­leg­asta gjöf.

Ég elska þig af öllu mínu hjarta,“ skrifaði leik­ar­inn við færsl­una sem sýn­ir bros­milda mynd af par­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar