Bubbi fær ekki nóg af nýja fjölskyldumeðlimnum

Bubbi Morthens tónlistarmaður.
Bubbi Morthens tónlistarmaður. mbl.is/Eyþór

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens birti í morgun mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum sem er einstaklega fallegur sveitahundur.

Félagarnir hafa verið duglegir í göngutúrum við Gróttu síðastliðna daga enda hefur blíðskaparveður leikið við borgarbúa þrátt fyrir smá kulda og rigningu. 

Eins og flestir vita þá er Bubba annt um heilsuna og er tónlistarmaðurinn öflugur í ræktinni. Daglegir göngutúrar með nýjum vini munu án efa styrkja grunninn að góðu lífi, andlega og líkamlega. 

Söngvarinn og eig­in­kona hans, Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir viðskipta­fræðing­ur, festu kaup á fal­legu ein­býl­is­húsi á Seltjarn­ar­nesi í ársbyrjun 2021 og er því nóg af fallegum gönguleiðum fyrir þá félaga og fjölskylduna að skoða saman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar