Faðir Meghan vill hitta barnabörnin áður en hann deyr

Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, eiga tvö börn sem …
Hertogahjónin af Sussex, Meghan og Harry, eiga tvö börn sem Thomas Markle hafa ekki hitt. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, sagði í sjónvarpsviðtali við breska morgunþáttinn Good Morning Britain á mánudag að hann vilji fá að hitta barnabörnin áður en það verður um seinan. Sambandið á milli Meghan og föður hennar er stirt, sérstaklega eftir að hún gekk í hjónaband með Harry Bretaprins. 

„Ég er miður mín og í miklu uppnámi," sagði Markle við þáttastjórnendur Good Morning Britain í því sem hefur verið kallað „lokaviðtalið“. Markle, 79 ára, hefur átt í erfiðum veikindum en á síðasta ári fékk hann heilablóðfall nálægt heimili sínu í Mexíkó. 

Markle sagðist einnig tregur að blanda barnabörnum sínum í lögfræðideilur en að það væri möguleiki. 

„Í Kaliforníu get ég höfðað mál en ég vil ekki þurfa að fara þá leið,“ sagði hann. Sjálfur segist hann ekki skilja hvers vegna dóttir sín kjósi að halda barnabörnunum frá sér, en Markle hefur ekki séð Meghan í fimm ár og var ekki viðstaddur konunglega brúðkaupið. 

Meghan giftist Harry Bretaprins hinn 19. maí 2018 og eiga hjónin tvö ung börn, Archie og Lilibet. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þráir öryggi í samböndum þínum en eitthvað hefur það gengið brösuglega hingað til. Þú lætur gott af þér leiða í dag og færð hrós fyrir það.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þráir öryggi í samböndum þínum en eitthvað hefur það gengið brösuglega hingað til. Þú lætur gott af þér leiða í dag og færð hrós fyrir það.