Usher með næstu hálfleikstónleika

Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Usher mun koma fram á næstu hálfleikstónleikum Ofurskálar NFL-deildarinnar í febrúar. 

Meðal þekktustu slagara Ushers eru „U Got It Bad“, „My Boo“, „Yeah!“ og „OMG“. 

Úrslit NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta munu fara fram í Las Vegas 11. febrúar. 

„Það er mikill heiður að geta strikað framkomu á Ofurskálinni af skjóðuskránni. Ég get ekki beðið eftir að færa heiminum sýningu ólíkt öllu öðru sem ég hef gert hingað til,“ sagði í yfirlýsingu Usher sem er 44 ára gamall. 

Tónlistarkonan Rihanna tróð upp á síðustu hálfleikstónleikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar