Kutcher stígur til hliðar sem formaður

Ashton Kutcher og Mila Kunis.
Ashton Kutcher og Mila Kunis. mbl

Bandaríski leikarinn og athafnamaðurinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Thorn, samtaka sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Ákvörðunin kemur í kjölfar bréfs sem Kutcher ritaði ásamt eiginkonu sinni Milu Kunis til stuðnings Danny Masterson meðan á réttarhöldum yfir honum stóð. 

Kutcher, sem stofnaði Thorn árið 2009 ásamt þáverandi eiginkonu sinni Demi Moore, birti bréf á heimasíðu samtakanna á föstudag þar sem hann útskýrði ákvörðun sína, en Kunis sem starfar einnig fyrir samtökin hefur sömuleiðis ákveðið að stíga til hliðar.

„Ég get ekki leyft dómgreindarleysi mínu að afvegaleiða okkur og allt sem við höfum unnið að,“ skrifaði Kutcher meðal annars.

Kutcher og Kunis birtu einnig sameiginlega afsökunarbeiðni á Instagram nýverið.

View this post on Instagram

A post shared by Ashton Kutcher (@aplusk)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir