Benedikt og Fannar leikstýra skaupinu

Þorsteinn Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, …
Þorsteinn Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Sveppi og Fannar Sveinsson. Ljósmynd/Aðsend

Vinna er hafin við Áramótaskaupið 2023 en tilkynnt var um höfunda þess á vef RÚV í dag. Það er sjö manna hópur sem tekur þátt í að semja skaupið í ár og hefur hluti hópsins reynslu af því að vinna náið saman þar á meðal í sjónvarpsþáttunum Venjulegu fólki. 

Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson eru höfundar Áramótaskaupsins ásamt því að leikstýra. Aðrir höfundar eru þau Þorsteinn Guðmundsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir. 

Benedikt og Fannar stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Pera Production og framleiðir framleiðslufyrirtækið Áramótaskaupið 2023. „Metnaðurinn er mikill og lofum góðu skaupi sem hentar öllum aldri,“ segir Fannar Sveinsson í frétt RÚV. Teymið er byrjað að vinna og er góð stemning í hópnum. 

Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir eru í …
Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir eru í höfundahópnum. mbl.is/Ásdís
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar