Shakira aftur ákærð fyrir skattsvik

Shakira hefur verið ákærð í annað sinn fyrir skattsvik á …
Shakira hefur verið ákærð í annað sinn fyrir skattsvik á Spáni. AFP

Tón­list­ar­kon­an Shakira hef­ur verið ákærð í annað sinn fyr­ir skattsvik á Spáni. Hún var fyrst ákærð árið 2018 fyr­ir að hafa ekki greitt skatt af tekj­um sín­um á ár­un­um 2012 til 2014.

Nú hef­ur Shakira aft­ur verið ákærð fyr­ir skattsvik á Spáni, en sam­kvæmt spænska dag­blaðinu El Mundo held­ur sak­sókn­ari því fram að söng­kon­an hafi not­ast við „fyr­ir­tækja­net í skatta­skjól­um“ til að kom­ast und­an því að greiða 6,7 millj­ón­ir evra í skatta af tekj­um sín­um árið 2018. Upp­hæðin nem­ur rúm­um 959,5 millj­ón­um króna á gengi dags­ins í dag.

Ákær­an var lögð fram síðastliðinn þriðju­dag, en ekki hef­ur komið fram hvenær Shakira þurfi að mæta fyr­ir dóm­stóla vegna máls­ins. Hins veg­ar er lög­fræðiteymi henn­ar nú í óða önn að und­ir­búa rétt­ar­höld vegna fyrri ákær­unn­ar sem hefjast hinn 20. nóv­em­ber næst­kom­andi í Barcelona að því er fram kem­ur á vef Page Six.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir