Shakira aftur ákærð fyrir skattsvik

Shakira hefur verið ákærð í annað sinn fyrir skattsvik á …
Shakira hefur verið ákærð í annað sinn fyrir skattsvik á Spáni. AFP

Tónlistarkonan Shakira hefur verið ákærð í annað sinn fyrir skattsvik á Spáni. Hún var fyrst ákærð árið 2018 fyrir að hafa ekki greitt skatt af tekjum sínum á árunum 2012 til 2014.

Nú hefur Shakira aftur verið ákærð fyrir skattsvik á Spáni, en samkvæmt spænska dagblaðinu El Mundo heldur saksóknari því fram að söngkonan hafi notast við „fyrirtækjanet í skattaskjólum“ til að komast undan því að greiða 6,7 milljónir evra í skatta af tekjum sínum árið 2018. Upphæðin nemur rúmum 959,5 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

Ákæran var lögð fram síðastliðinn þriðjudag, en ekki hefur komið fram hvenær Shakira þurfi að mæta fyrir dómstóla vegna málsins. Hins vegar er lögfræðiteymi hennar nú í óða önn að undirbúa réttarhöld vegna fyrri ákærunnar sem hefjast hinn 20. nóvember næstkomandi í Barcelona að því er fram kemur á vef Page Six.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg