„Taylor Swift-áhrifin“

Taylor Swift og Travis Kelce.
Taylor Swift og Travis Kelce. Samsett mynd

Nýi ástmaður söngkonunnar Taylor Swift, Travis Kelce, hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og almennings síðastliðnar vikur.

Kelce, sem er vinsæll leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, hefur fundið fyrir auknum vinsældum og öðlast svokallaða „Hollywood-frægð“ í gegnum samband sitt við söngkonuna.

Swift mætti á völlinn á sunnudag og studdi vel við bakið á sínum manni, en innan við sólarhring síðar fékk Kelce 300.000 nýja fylgjendur og hefur sala á varningi tengdum leikmanninum rokið upp úr öllu valdi. Treyja Kelce var í 87. sæti yfir söluhæstu treyjur leikmanna í NFL-deildinni en situr í dag í 5. sæti. 

Aðdáendur beggja segja þetta „Taylor Swift áhrifin“, en aðdáendur söngkonunnar, hópurinn sem kallar sig Swifties, er sagður gera allt til að styðja við söngkonuna og þá sem henni þykir vænt um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir