„Það voru allir á nálum“

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir áhættuleikari lét sig falla niður 12 hæðir í kvikmyndinni Kulda í leikstjórn Erlings Thoroddsen. Hann segir að það hafi allir verið á nálum á meðan atriðið var tekið upp en Ingibjörg Helga tekur fallið fyrir leikkonuna Álfrúnu Örnólfsdóttur sem fer með hlutverk í myndinni. 

„Stóra áhættuatriðið okkar var tekið upp allra síðast á seinasta tökudeginum fyrir „nútíma-söguna“ í Kulda. Það voru allir á nálum á settinu, enda þessi risastóri krani búinn að vera fyrir utan blokkina allan daginn og allir vissu í hvað stefndi. Þrátt fyrir spennuna í loftinu þá vissi ég að Jón Viðar (Arnþórsson), Imma (Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir) og samstarfsfólk þeirra voru með allt á hreinu hvað varðaði öryggismál og þess háttar. En það breytir því ekki að maður fær smá fiðring í magann þegar maður sér manneskju falla niður tólf hæðir,“ segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri kvikmyndarinnar Kulda sem frumsýnd var hérlendis á dögunum.

Það varð allt að ganga upp

„Við vorum með þrjár myndavélar í gangi á sama tíma þar sem við gátum bara tekið skotið upp einu sinni af öryggisástæðum. Það varð allt að ganga upp. Og að sjálfsögðu gekk allt upp. Imma stóð sig eins og hetja, og gerði þetta svo vel að maður veit varla hvað maður á að segja. Ég er bara rosalega þakklátur að hafa fengið að vinna með henni og Jóni Viðari og öllu þeirra fólki, því þau gerðu þetta svo flott og fagmannlega. Nú þarf maður bara að byrja að hugsa hvaða svakalega áhættuatriði maður getur skrifað fyrir næstu mynd,“ segir hann og hlær. 

Kuldi er byggð á metsölubók rithöfundarins Yrsu Sigurðardóttur og er mikill spennutryllir. Með aðalhlutverk fara auk Álfrúnar Örnólfsdóttur, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. 

Leikstjórinn Erlingur Thoroddsen og Jón Viðar Arnþórsson bardagamaður fara yfir …
Leikstjórinn Erlingur Thoroddsen og Jón Viðar Arnþórsson bardagamaður fara yfir málin á tökustað.
Hér er Ingibjörg Helga að síga niður.
Hér er Ingibjörg Helga að síga niður.
Boðið var upp á pítsur eftir vel heppnaðan tökudag þar …
Boðið var upp á pítsur eftir vel heppnaðan tökudag þar sem ekkert fór úrskeiðis.
Horft niður um 12 hæðir.
Horft niður um 12 hæðir.
Það gekk mikið á þegar atriðið var tekið upp.
Það gekk mikið á þegar atriðið var tekið upp.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir