Skilnaðurinn orðinn ansi ljótur

Joe Jonas og Sophie Turner eru að skilja eftir fjögurra …
Joe Jonas og Sophie Turner eru að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. AFP

Þann 5. september sótti tónlistarmaðurinn Joe Jonas formlega um skilnað frá leikkonunni Shophie Turner eftir fjögurra ára hjónaband. Í fyrstu virtust þau ná að halda góðu sambandi barnanna vegna, en stuttu síðar fór skilnaðurinn að verða ljótur.

Tveimur vikum síðar, eða þann 20. september, lagði Turner fram kæru á hendur Jonas þar sem hún hélt því fram að hann væri að halda börnunum þeirra tveimur ólöglega í Bandaríkjunum, en hún vildi fá börnin þeirra til heimalands hennar, Englands.

Harðar deilur og mikil dramatík

Fulltrúi Jonas sagði í samtali við Us Weekly að Turner hefði höfðað mál „einungis til að flytja skilnaðinn til Englands og til að fá börnin varanlega frá Bandaríkjunum.“ Þá segja heimildarmenn skilnaðinn vera uppfullan af dramatík og hafa áhyggjur af því að deilur á milli þeirra muni halda áfram í langan tíma.

Deilur um hvar eigi að búa virðist hafa verið kveikjan, en í kæru sinni segir Turner að þau Jonas hafi ákveðið í árslok 2022 að gera England að framtíðarheimili sínu og hafi fundið hús til að kaupa í Oxford. Þá segir heimildarmaður að Jonas hafi samþykkt flutningana til að gera Turner hamingjusama, ekki vegna þess að hann langi að flytja til Englands.

Jonas og Turner kynntust í október 2016 og fóru stuttu síðar að stinga saman nefjum. Þau gengu í það heilaga í Las Vegas vorið 2019 og héldu svo glæsilegt brúðkaup í Frakklandi seinna sama ár. Í júlí 2020 urðu þau foreldrar í fyrsta sinn þegar dóttir þeirra Willa kom í heiminn. Þau eignuðust svo aðra stúlku í júlí 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir