Fjöldi íslenskra kvikmynda, sem ekki hafa verið sýndar fyrr hér á landi, verða frumsýndar í Háskólabíói um helgina á kvikmyndahátíðinni RIFF sem stendur nú sem hæst, en henni lýkur eftir viku.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF.
Á morgun verða meðal annars heimildarmyndin Dagurinn sem Ísland stöðvaðist, sem fjallar um kvennafrídaginn árið 1975, og kvikmyndin Tógólísa, sem fjallar um tónlistarbúðir í anda stelpur rokka, frumsýndar.
Á mánudaginn verður sýnd myndin Sorgarstig og mun tónlistarmaðurinn Þorvaldur Gaukur, úr Kaleo, í kjölfar myndarinnar spjalla við sálfræðinginn Pétur Tyrfingsson um sorg og sorgarviðbrögð.