Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun færa franska leikstjóranum Luc Jacquet Græna lundann, umhverfisverðlaun Riff, á þriðjudaginn.
Bransadagar RIFF, alþjóðlegur kvikmyndarhátíðarinnar í Reykjavíkur, hefjast á morgun og á dagskránni er m.a. samtal við Gísla Snæ Erlingsson, nýjan formann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mun hann sitja fyrir svörum og ræða framtíðarsýn miðstöðvarinnar á opnum fundi á morgun, mánudag, kl. 16 í Norræna húsinu.
Formenn fagfélaga í kvikmyndagerð munu stýra spjallinu. Þar á meðal eru Anton Máni Svansson, formaður SÍK (Samtaka íslenskra kvikmyndagerðarmanna), Ragnar Bragason, formaður SKL (Samtaka kvikmyndaleikstjóra), Steingrímur Dúi Másson formaður FK (Félags kvikmyndagerðarmanna) og María Reyndal fyrir hönd FLH (Félags handritshöfunda).
Umhverfisráðherra mun veita kvikmyndaleikstjóranum Græna lundann Luc Jacquet umhverfisverðaun RIFF, við hátíðlega athöfn á þriðjudaginn kl. 16:00 í ráðhúsi Reykjavíkur.
Athöfnin er opin öllum, sem og málþing um mikilvægi kvikmynda er fjalla um umhverfismál og lífrræðilegan fjölbreytileika. RIFF sem stendur yfir skipuleggur málþingið í samstarfi við BIODICE, samstarfsvettvang um líffræðilega fjölbreytni.
Stjórnandi málþings er Sverrir Norland, rithöfundur, og þátttakendur eru Andri Snær Magnason, rithöfundur, Unnur Björnsdóttir frá ungum umhverfissinnum, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðurmaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, og Snorri Sigurðsson, sviðstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.