Opnar sig um meint framhjáhald Beckhams í fyrsta sinn

David Beckham og Victoria Beckham hafa gengið í gegnum ýmislegt …
David Beckham og Victoria Beckham hafa gengið í gegnum ýmislegt á þeim 24 árum sem þau hafa verið gift. AFP

Victoria Beckham hefur nú opnað sig í fyrsta sinn um meint framhjáhald eiginmanns hennar, Davids Beckhams, árið 2003 á Spáni. 

Í nýrri heimildarmynd á Netflix, Beckham, tjáir hún sig í fyrsta sinn um meinta framhjáhaldið. „Ég hef aldrei verið jafn óhamingjusöm á ævinni og þarna,“ sagði Victoria, en samkvæmt Sun upplifði hún mikla reiði í kjölfar ásakananna. Hún segist þó hafa haldið reiðinni innra með sér til að styðja við fótboltaferil eiginmanns síns.

Hvort í sínu landinu þegar ásakanirnar komu upp

Árið 2003 flutti David til Spánar til að spila með knattspyrnuliðinu Real Madrid á meðan Victoria var enn búsett í Bretlandi. Á þeim tíma stigu tvær konur fram, þær Rebecca Loos og Sarah Marbeck, og fullyrtu að þær hefðu átt í ástarsambandi við íþróttamanninn. Fljótlega eftir að sögusagnirnar fóru á kreik ákvað Victoria að flytja til Spánar.

„Þetta var erfiðasta tímabilið því okkur leið eins og heimurinn væri á móti okkur. Málið er að við vorum á móti hvort öðru ef ég á að vera algjörlega heiðarleg,“ rifjaði hún upp og líkti ástandinu við martröð sem hafi haft mikil áhrif á hjónaband þeirra.

Victoria og David eru með frægustu stjörnuhjónum heims, en þau kynntust árið 1997 og gengu í hjónaband árið 1999. Þau eiga fjögur börn saman, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper.

David og Victoria Beckham ásamt börnum sínum og mökum þeirra.
David og Victoria Beckham ásamt börnum sínum og mökum þeirra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt eitt og annað gangi á í kring um þig. Mundu að horfa á það jákvæða í lífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup