Jess Harding og Sammy Root, sigurvegarar raunveruleikaþáttanna Love Island 2023, eru hætt saman aðeins tveimur mánuðum eftir að þau yfirgáfu ástareyjuna með verðlaunafé sem nemur 50 þúsund sterlingspundum, eða um 8,4 milljónum króna.
Fyrrverandi parið segir samband þeirra hafa breyst eftir að þau yfirgáfu ástareyjuna. Heimildamaður Mail Online segir sambandsslitin hafa verið sameiginlega ákvörðun, en þau hafi átt í erfiðleikum með að láta rómantíkina virka utan þáttanna og því hafi þau ákveðið að vera bara vinir.
Sigur Hearding og Root kom mörgum aðdáendum Love Island verulega á óvart, en þau höfðu átt í þó nokkrum erfiðleikum í sambandi sínu í þáttunum og héldu margir því fram að Whitney Adebayo og Lochan Nowacki myndu bera sigur úr bítum.
Hearding er stödd á Ibiza á Spáni um þessar mundir ásamt vinkonum sínum þar sem hún jafnar sig á sambandsslitunum.