Kevin Spacey fluttur á spítala

Kevin Spacey óttaðist um hjartaheilsu sína um stund.
Kevin Spacey óttaðist um hjartaheilsu sína um stund. AFP

Flytja þurfti Kevin Spacey á spít­ala af ótta við að hann væri að fá hjarta­áfall. Hann var stadd­ur á kvik­mynda­hátíð í Úsbekist­an þegar hann fór að finna fyr­ir doða í vinstri hand­legg.

Leik­ar­inn sem er 64 ára und­ir­gekkst rann­sókn­ir og í ljós kom að ekk­ert amaði að hjart­anu. Spacey mætti á svið síðar sama kvöld og sagði aðdá­end­um sín­um að hann væri við eðli­lega heilsu.

„Þetta fékk mig til þess að hugsa hversu brot­hætt lífið er fyr­ir okk­ur öll. Hér átti ég óvænta lífs­reynslu. Ég var að horfa á veggl­ista­verk og fann allt í einu hvernig ann­ar hand­legg­ur­inn varð full­kom­lega mátt­laus í átta sek­únd­ur. Ég hristi þetta af mér, en sagði fólk­inu sem ég var með frá þessu. Við fór­um strax upp á spít­ala. Ég varði deg­in­um í rann­sókn­ir. Starfs­fólkið hugsaði vel um mig og ég fór meira að segja í MRI. Allt reynd­ist eðli­legt og ég er þakk­lát­ur fyr­ir það.“

Degi fyrr hafði Spacey til­kynnt um end­ur­komu sína í heim kvik­mynd­anna. Hann sagði að hans bestu hlut­verk væru framund­an. Stutt er síðan að Spacey var sýknaður af ákær­um um kyn­ferðis­lega áreitni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það hefur ekkert upp á sig að stinga höfðinu í sandinn, vandamálin hverfa ekkert við það. Vertu vandlátur á val samstarfsmanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir