Faðir Britney glímir við alvarleg veikindi

Jamie Spears liggur alvarlega veikur inni á spítala.
Jamie Spears liggur alvarlega veikur inni á spítala. Samsett mynd

Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er sagður vera alvarlega veikur og hefur legið inni á spítala í nokkrar vikur. 

„Jamie hefur glímt við alvarlega sýkingu og hefur þurft að gangast undir skurðaðgerð. Hann hefur legið inni á spítala í margar vikur á sérstakri smitsjúkdómadeild,“ segir heimildarmaður Page Six.

Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Jamie hefði verið lagður inn á spítala nokkrum mánuðum áður vegna kvilla sem komu upp eftir hnéskiptaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir 16 árum síðan. Á þeim tíma var Jamie sagður hafa misst yfir 11 kíló og liti út fyrir að vera veikburða.

Jamie hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin ár, en í september 2021 var hann sviptur forræði yfir dóttur sinni Britney eftir að hún sakaði hann um áralanga misnotkun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup