Hvar er Rebecca Loos í dag?

Rebecca Loos nýtur sín í norsku sveitinni.
Rebecca Loos nýtur sín í norsku sveitinni. Skjáskot/Instagram

Meint hjá­kona Dav­id Beckhams, Re­becca Loos, er nú enn og aft­ur í sviðsljós­inu með til­komu nýrr­ar heim­ild­ar­mynd­ar um Beckham-fjöl­skyld­una. Í heim­ild­ar­mynd­inni ræðir Victoria Beckham um það hversu djúp­stæð áhrif meint fram­hjá­hald Dav­id Beckhams hafði á hana. 

Örlög Dav­id Beckhams og Loos voru gjör­ólík. Hann hélt áfram að vera dáður á meðan hún var á sín­um tíma ein hataðasta kona Bret­lands. Í dag er hún jóga­kenn­ari og býr á af­skekkt­um stað í fjöll­um Nor­egs með eig­in­manni sín­um og tveim­ur börn­um. Hún lif­ir ein­földu lífi í sveit­inni og veit­ir sjald­an viðtöl. Nú er hins veg­ar búið að rífa upp göm­ul sár og þvinga Loos aft­ur í sviðsljósið.

Loos seg­ir lífs­reynsl­una hafi breytt sér til fram­búðar og hún hafi verið notuð af fjöl­miðlum til þess að selja blöð. Hún þjáðist lengi vel af þung­lyndi og þarf að glíma við það að vera ætíð þekkt fyr­ir að vera kon­an sem á að hafa haldið við Beckham, seg­ir í um­fjöll­un Daily Mail.

„Ég fékk slæm ráð og stund­um tók ég slæm­ar ákv­arðanir. Sum­ir halda að ég sé slæm mann­eskja en ég get engu breytt. Ég þarf að lifa við þetta af bestu getu.“

Loos er gift norskum lækni og á tvo syni.
Loos er gift norsk­um lækni og á tvo syni. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Finndu út hvar er best fyrir þig að koma skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Jóga, líkamsrækt og hlátrasköll með vinum gera sitt til þess að draga úr streitu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Finndu út hvar er best fyrir þig að koma skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Jóga, líkamsrækt og hlátrasköll með vinum gera sitt til þess að draga úr streitu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Ívar Örn Katrín­ar­son
3
Col­leen Hoo­ver
4
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
5
Sofie Sar­en­brant