Friðrik Dór opnar sig við leigubílstjórann Mollý

Fyrsti þátturinn um strákasveitina IceGuys var frumsýndur í Sjónvarpi Símans á föstudaginn var. Þátturinn sló áhorfsmet. Fyrra met eiga hinir vinsælu grínþættir Venjulegt fólk. Hér er brot úr fyrsta þættinum þar sem Friðrik Dór opnar sig við leigubílsjtórann Mollý sem síðar gerist umboðsmaður IceGuys. Mollý er leikin af Söndru Barilli sem er einnig hluti af framleiðsluteymi þáttanna hjá Atlavík.

„Ísinn er brotinn, það er ljóst að með tilkomu IceGuys sé ný ísöld hafin. Ekki aðeins hafa lög strákasveitarinnar fengið frábærar viðtökur og nú þættirnir sem slá metið sem Venjulegt fólk átti en hefur tækifæri á að taka aftur til sín þegar að næsta þáttaröð verður sett í loftið. Við samgleðjumst með IceGuys og aðstandendum þáttanna enda frábærir þættir hér á ferð fyrir alla fjölskylduna. Sóli Hólm sem skrifar handritið sýnir okkur þessa þekktu tónlistarmenn í allt öðru ljósi en við höfum áður séð og ég veit að fólk bíður spennt eftir næsta þætti sem kemur inn á föstudaginn,“ segir Birkir Ágústsson, dagskrárstjóri hjá Símanum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar