Kveður eftir 14 ár á skjánum

Sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby yfirgefur This Morning.
Sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby yfirgefur This Morning. Skjáskot/Instagram

Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby hefur ákveðið að yfirgefa morgunþættina This Morning eftir 14 ár á skjánum. 

Tilkynning Willougby kemur í kjölfar þess að 36 ára gamall öryggisvörður var handtekinn nýverið fyrir ásetning um mannrán og morð, en sá er sagður hafa útfært nákvæma áætlun um hvernig mætti nema á brott bresku sjónvarpsstjörnuna. 

Willoughby birti færslu á Instagram í gærdag þar sem hún þakkaði samstarfsfólki sínu, gestum og áhorfendum kærlega fyrir alla ómældu gleðina í gegnum árin. „Það hefur verið sannkallaður heiður að hafa verið hluti af þessari sögu og ég veit að hún á marga óskrifaða kafla inni,“ skrifaði hún meðal annars í færslu sinni. 

Um árabil stjórnaði Willougby This Morning ásamt Phillip Schofield sem fyrr á þessu ári yfirgaf einnig þáttinn þegar upp komst um ástarsamband hans við ung­an karl­kyns sam­starfs­mann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir