Heimsfræg stórstjarna leikur Huldu

Lena Olin og Lasse Hällström árið 2001. Hjónin leika og …
Lena Olin og Lasse Hällström árið 2001. Hjónin leika og leikstýra þáttum um lögreglukonuna Huldu. Rauters/ARND WIEGMANN

Sænska stórleikkonan Lena Olin mun leika lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur í sjónvarpsþáttaröð sem gerð verður eftir þríleik Ragnars Jónassonar, Dimmu, Drunga og Mistur. Sænski leikstjórinn Lasse Hällström leikstýrir þáttunum. 

Þau Olin og Hällström eru hjón og hafa áður unnið saman við góðan orðstýr. Hallström leikstýrði til að mynda Olin í hinni vinælu mynd Chocolat sem skartar Johnny Depp og Juliette Binoche í aðalhlutverkum. 

Framleiðslufyrirtækið CBS-Studios framleiðir þættina í samvinnu við True North á Íslandi. Tökur hefjast á Íslandi síðar á þessu ári á fyrstu sex þáttunum sem byggja á Dimmu. Hollywood Reporter greindi frá þessu nú í dag.

Sagnaheimur Ragnars Jónassonar verður nú að sjónvarpsþáttaröð.
Sagnaheimur Ragnars Jónassonar verður nú að sjónvarpsþáttaröð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hjónunum hefur gengið vel

Lena Olin hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn, sem og Golden Globe, BAFTA-og Emmy-verðlaunanna. Hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar og Enemies, A Love Story.

Lasse Hällström var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir kvikmyndina Mitt liv som en hund en myndir sem hann hefur leikstýrt hafa hlotið fjölmargar tilnefningar til meðal annars Óskarsverðlaunanna, Golden Globe og BAFTA-verðlaunanna.

Margverðlaunaður bókaflokkur

Þríleikur Ragnars um lögreglukonuna Huldu hefur sópað að sér viðurkenningum víða um heim. Má þar nefna að serían hlaut hlaut Palle Rosenkrantz -verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni. Þá voru allar bækurnar þrjár um tíma á lista yfir tíu mest seldu bækur Þýskalands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach