„Lífsneistinn er horfinn“

Bruce Willis greindist með heilabilun.
Bruce Willis greindist með heilabilun. AFP/Angela Weiss

Glenn Gordon Caron, leikstjóri, rithöfundur og góðvinur Bruce Willis, segir leikarann eiga orðið erfitt að tjá sig með orðum. Willis var greindur með alvarlegt tilfelli heilabilunar fyrr á árinu. 

Willis, sem er 68 ára, þjáist af framheilabilun (e. frontotemporal dementia), sem heftir meðal annars getu hans til samskipta við aðra. 

Í viðtali sínu við The Post á þriðjudag segir Caron að hann reyni að heimsækja leikarann í hverjum mánuði, allt frá því að hann greindist með málstol í mars 2022, en að það verði erfiðara í hvert sinn. 

„Fyrstu mínúturnar veit hann hver ég er en Bruce á mjög erfitt með að halda uppi samræðum. Það er svo skrýtið að horfa á þennan mikla bókamann sem getur vart lengur lesið,“ segir Caron. „Þegar þú situr þarna með honum ertu þakklátur fyrir það eitt að hann sé þarna en lífsneistinn er horfinn.“

Caron og Willis hafa þekkst í yfir 30 ár, en Willis fór með hlutverk David Addison í þáttaseríunni Moonlighting sem var skrifuð af Caron. Serían var sýnd á árunum 1985 til 1989. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka