Nýja eiginkona Cyrus 28 árum yngri

Faðir Miley Cyrus er giftur maður á ný.
Faðir Miley Cyrus er giftur maður á ný. Skjáskot/Instagram

Sveitasöngvarinn Billy Ray Cyrus, sem er einna þekktastur fyrir smellinn Achy Breaky Heart, kvæntist unnustu sinni, Firerose, á þriðjudag.

Hjónin birtu gullfallegar myndir af rómantísku brúðkaupi sínu á Instagram í gærdag en þau trúlofuðu sig í ágúst á síðasta ári. 28 ára aldursmunur er á hjónunum, en Cyrus er 62 ára og Firerose, sem er áströlsk tónlistarkona, er 34 ára gömul. Parið kynntist við gerð lagsins New Day í júlí 2021.

Er þetta annað hjónaband Cyrus en hann skildi við barnsmóður sína, Tish Cyrus, eftir 28 ára hjónaband í apríl 2022. Fyrrverandi hjónin eiga fimm uppkomin börn og þar á meðal stórstjörnuna Miley Cyrus. Óvíst er hvort börn sveitasöngvarans hafi verið viðstödd athöfnina.

Cyrus-fjölskyldan hefur haft mörgu að fagna á þessu ári en móðir Miley gekk einnig í hnapphelduna á árinu. Tish giftist bandaríska leikaranum Dominic Purcell í lágstemmdri athöfn á sumarmánuðum. Yngri systir söngkonunnar, Noah Cyrus, tilkynnti um trúlofun hennar og þýska fatahönnuðarins, Pinkus, í júní og því er von á næsta brúðkaupi von bráðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur unnið vel og skipulega og hefur nú lokið verkefni þínu í tæka tíð. Einhverra hluta vegna veita samstarfsmenn þér einstaklega mikinn stuðning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar