Frændurnir í Húsasmiðjunni sem urðu óvænt TikTok-stjörnur

Þeir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson hafa slegið rækilega …
Þeir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson hafa slegið rækilega í gegn á TikTok-reikningi Húsasmiðjunnar. Samsett mynd

Þeir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson starfa í málningardeild Húsasmiðjunnar. Þeir eru hins vegar engir venjulegir starfsmenn, en þegar þeir eru ekki að aðstoða fólk við val á málningarvörum bregða þeir sér í hlutverk grínista og taka upp bráðfyndna sketsa fyrir TikTok-reikning Húsasmiðjunnar sem hafa slegið rækilega í gegn.

Alexander og Halldór, eða Dóri eins og hann er oftast kallaður, byrjuðu báðir að vinna í Húsasmiðjunni árið 2017 og segjast hafa myndað þar „eitrað duo“ frá fyrsta degi. Fyrstu kynni þeirra voru þó ekki í málningardeild Húsasmiðjunnar.

„Hann Dóri er stóri „litli“ frændi minn. Ég man eftir því þegar ég var lítill hvað mér þótti alltaf gaman að vera með stóra frænda mínum, enda var hann svo skemmtilegur að leika við mann og búa til allskonar rugl. Hann varð því fljótt uppáhaldsfrændi minn,“ segir Alexander. 

„Ég er níu árum eldri en Alexander, en þrátt fyrir það varð hann strax uppáhaldsfrændi minn. Hann hefur alltaf verið hress og jákvæður og það er alltaf hægt að plata hann í eitthvað rugl,“ segir Dóri.

Dóri og Alexander hafa verið miklir vinir frá því þeir …
Dóri og Alexander hafa verið miklir vinir frá því þeir voru litlir.

„Aðallega eitthvað sem okkur finnst fyndið og skemmtilegt“

Fyrir rúmu ári síðan kom upp sú hugmynd á markaðsdeild Húsasmiðjunnar að stofna TikTok-reikning í samstarfi við Egil Árna Bachmann sem hafði áður komið að vinsælum TikTok-fyrirtækjareikningum. Hugmyndin var að fá hresst starfsfólk innanhúss til að koma að hugmyndavinnunni með Agli og leika í myndböndunum.

Síðan þá hefur reikningurinn þróast og er í dag með yfir 14 þúsund fylgjendur sem bíða spenntir eftir nýjum sketsum.

„Áður en við fórum að gera sketsa á TikTok höfðum við gert ýmisleg atriði og sketsa fyrir brúðkaup, afmæli og slíkt, þá aðallega fyrir vinafólk og fjölskyldu. En það var ekkert sem við gáfum út,“ segja þeir.

Alexander, Dóri, Egill og fleira starfsfólk Húsasmiðjunnar hittast á tveggja vikna fresti í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi eftir lokun þar sem teknir eru upp sketsar fyrir TikTok. „Við gerum allskonar sketsa, t.d. úr atvikum sem við höfum lent í, auglýsingar, eitthvað sem er að „trenda“ eða endurgerum gamla sketsa. En við gerum aðallega eitthvað sem okkur finnst fyndið og skemmtilegt,“ segja þeir.

„Oftast eru það Egill og Dóri sem koma með hugmyndir að sketsum og svo vinnum við þetta öll saman. Hugmyndirnar eru oft mis góðar enn við hjálpumst öll að við að gera þær betri,“ segir Alexander. 

Skemmtilegast þegar sketsanir eru ekki of útpældir

En hvernig sketsar eru að fá mesta athygli?

„Sketsarnir sem fá mesta athygli eru þeir sketsar sem við erum ekki að tala í heldur notum hljóð eða lög sem eru að trenda, en það virðist ná til fleira fólks,“ segir Alexander. Honum þykir skemmtilegast að gera sketsa sem eru ekki of útpældir.

„Sketsar sem Alexander er í fá mesta athygli. Hann er ekkert eðlilega fallegur, enda er þetta frændi minn,“ segir Dóri. „Ég elska að gera sketsa þar sem Alexander þarf að lyfta mér upp. Hann er ekkert eðlilega sterkur,“ bætir hann við. 

Yfir milljón áhorfa á einni helgi

Frændurnir segjast vera ánægðir með viðbrögðin við sketsunum og viðurkenna að þau hafi komið þeim á óvart. „Fólk er að taka miklu betur í þetta en við vorum að búast við. Það kemur líka fyrir að við fáum viðskiptavini sem kannast við okkur af TikTok, en það er alltaf gaman þegar það gerist,“ segja þeir. 

„Eitt skipti fórum við til dæmis saman í hádegismat og það kom lítil krúttleg stelpa að borðinu okkar og sagðist vera að fylgja okkur á TikTok. Þetta var í fyrsta skipti sem einhver sagði eitthvað við okkur um TikTok-sketsana í persónu. Dóri byrjaði á að þakka henni kærlega fyrir stuðninginn á meðan ég var alveg gáttaður og var ekki viss hvort ég ætti að knúsa hana eða gefa henni fröllu,“ segir Alexander hlær.  

„Það kom líka skemmtilega á óvart þegar eitt myndbandið fór á flug og fékk á mjög stuttum tíma, eða á einni helgi, yfir milljón áhorfa um allan heim. Síðan þá hafa flest okkar myndbönd fengið tugþúsunda áhorfa sem er geggjað,“ bætir hann við að lokum.

@husasmidjan_ Þessir vinnufélagar eru á öllum vinnustöðum😅🎂 #húsasmiðjan #blómaval ♬ original sound - Húsasmiðjan
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka