Hættur að fylgja öllum en ekkert persónulegt

mbl.is/Eyþór Árnason

Ef tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hætti að fylgja þér á Instagram nýlega er það ekki vegna þess að honum er illa við þig. Gauti ákvað að gera tiltekt á miðlinum til þess að koma í veg fyrir að Instagram rændi frá sér tíma. Í dag er hann ekki að fylgja neinum. –

„Minni tími á samfélagsmiðlum. Meiri tími í aðra hluti,“ skrifaði Gauti til að útskýra af hverju hann er ekki að fylgja neinum. „Unfollowaði alla. Ekkert persónulegt.“ 

Gauti hefur ekki tíma fyrir tímaþjófinn Instagram. Gauti er með mörg járn í eldinum og þarf líklega á tímanum að halda. Hann er með stóra fjölskyldu, er að sinna tónlistinni á fullu og á haustin er hann að undirbúa árlega jólatónleika sína. 

Stórstjörnur úti í heimi hafa tekið til

Að hætta að fylgja fólki á samfélagsmiðlum þykir valdeflandi. Tónlistarkonurnar Taylor Swift, Billie Eilish og Olivia Rodrigo eru ekki að fylgja neinum. Þær eru þó allar með virkt Instagram og með marga fylgjendur.

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP
Söngkonan Billie Eilish.
Söngkonan Billie Eilish. AFP/Mike Coppola
Olivia Rodrigo.
Olivia Rodrigo. AFP

Vildi eyða minni tíma á netinu

Youtube-stjarnan Emma Chamberlain hætti að fylgja öllum í fyrra en hún hafði talað mikið um að vilja verja minni tíma á netinu. Í dag er hún aðeins að fylgja þremur aðilum þar á meðal eigin kaffifyrirtæki. 

Emma Chamberlain tók til eins og Emmsjé Gauti.
Emma Chamberlain tók til eins og Emmsjé Gauti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup