Laufey líkleg á Grammy

Laufey Lín Jónsdóttir þykir líkleg til stórræða með skífu sinni, …
Laufey Lín Jónsdóttir þykir líkleg til stórræða með skífu sinni, Bewitched, og er sögð greiða jazz-tónlist leið að hlustum nýrra kynslóða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er ofarlega á blaði í úttekt Variety um tilnefningar til næstu Grammy-verðlauna. Hún er meðal þeirra átta sem helst þykja koma til greina í nýliðaverðlaun Grammy en skífa hennar, Bewitched, sem út kom í liðnum mánuði þykir einnig eiga möguleika sem plata ársins hjá Variety, sem er helsta fagrit bandarísks skemmtanaiðnar.

Næsta Grammy-verðlaunahátíð fer fram í Los Angeles hinn 4. febrúar en tilnefningar verða kynntar hinn 10. nóvember næstkomandi og spenningurinn því mjög vaxandi fyrir þessa árlegu verðlaunahátíð sem fram fer í 66. skipti á næsta ári.

Þar er þó ekkert í hendi enda við ramman reip að draga. Taylor Swift þykir líklegust til þess að sópa að sér verðlaunum, en minnt er á að Grammy-verðlaunin falli ekki alltaf eftir bókinni. SZA og Olivia Rodrigo eru taldar líklegastar til þess að veita henni samkeppni um plötu ársins en fleiri eru tilnefndir og þar á meðal Laufey, auk meistara eins og Jon Batiste, Boygenbius, Lana Del Rey, Karol G og fyrrnefndrar þrenningar.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir