Swift og Kelce yfir sig ástfangin

Taylor Swift og Travis Kelce.
Taylor Swift og Travis Kelce. Samsett mynd

Nýjasta, heitasta og umtalaðasta parið í Hollywood, Taylor Swift og Travis Kelce, er hætt að fela ást sína fyrir umheiminum. Parið sást haldast í hendur er það yfirgaf veitingahúsið The Waverly Inn í West Village í New York á sunnudagskvöldið. 

Swift og Kelce brostu sína breiðasta og létu forvitni götuljósmyndara ekki hafa áhrif á kvöldið. 

Söngkonan hefur verið dugleg að mæta á leiki Kansas City Chiefs í banda­rísku NFL-deild­inni síðastliðnar vikur, en Kelce er einn af lykilleikmönnum liðsins. 

Swift kynti undir orðróm um mögulegt ástarsamband hennar og íþróttamannsins í september þegar hún sást með hálsmen með fæðingarsteini Kelce.

Swift hefur gegnum árin verið orðuð við marga fræga menn í Hollywood og má þar nefna Jake Gyllenhaal, Tom Hiddleston, Joe Jonas, John Mayer, Zac Efron og Harry Styles. Söngkonan sleit samvistum við leikarann Joe Alwyn í apríl á þessu ári eftir sex ára samband. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir