„Ég myndi gjarnan vilja eyða meiri tíma hér“

Isabelle Huppert tók á móti verðlaunagrip í formi lunda á …
Isabelle Huppert tók á móti verðlaunagrip í formi lunda á Bessastöðum fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Franska stórleikkonan Isabelle Huppert hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir skömmu. Heimaland hennar Frakkland var í fókus á hátíðinni í ár og kynnti Huppert meðal annars nýjustu mynd sína Sidonie au Japon eða Sidonie í Japan eftir Elise Girard. 

„Þetta er mjög fín viðurkenning, bæði fyrir mig og fyrir fólkið sem ég vinn með,“ segir Huppert um heiðursviðurkenninguna. Ég hafði heyrt margt um kvikmyndahátíðina og vissi að hún væri mjög góð. Svona hátíðir eru mjög mikilvægar, sérstaklega núna, til þess að breiða út áhugann og ástina á kvikmyndum. Ákveðinni tegund af myndum gengur ekki nógu vel núna. En ég gerði þetta líka fyrir sjálfa mig. Ég hef komið til Íslands einu sinni áður sem ferðamaður og það var dásamleg ferð svo það er gaman að koma hingað aftur.“

„Þið eigið frábæra leikstjóra“

Frönsk kvikmyndagerð var í forgrunni á RIFF í ár. Spurð hvað einkenni franska kvikmyndagerð í dag segir Huppert: „Það er alltaf mikil fjölbreytni í franskri kvikmyndagerð. Við sýnum mikla breidd, getum farið allt frá stórum kvikmyndum yfir í smærri framleiðslu. Við höfum líka ríkiskerfi sem er mjög hjálplegt fyrir ákveðnar tegundir mynda.

Frakkar eru líka duglegir í að framleiða myndir með öðrum löndum. Það eru auðvitað fjárhagslegir hagsmunir þar en það sýnir líka áhugann á að framleiða ákveðna tegund af myndum, að þetta snýst ekki bara um þær myndir sem við framleiðum heldur hvernig myndir við viljum almennt að séu framleiddar.“ Sidonie au Japon er einmitt dæmi um samstarfsverkefni ólíkra landa og Huppert segist ánægð með að hafa fengið tækifæri til að vinna mynd sem er að hluta á japönsku.

Huppert tekur í hönd forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Huppert tekur í hönd forseta Guðna Th. Jóhannessyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„En ég hef ekki enn gert mynd á íslensku. Ég vildi óska þess. Þið eigið frábæra leikstjóra hér, til dæmis Baltasar Kormák. Ég man vel eftir að hafa séð 101 Reykjavík. Svo uppgötvaði ég nýlega myndina Undir trénu,“ segir hún um kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar.

Gæturðu sem sagt hugsað þér að taka þátt í íslenskri kvikmynd?

„Ég hef heyrt að íslensk kvikmyndaframleiðsla sé mjög blómleg núna. Svo já, endilega, ég myndi gjarnan vilja eyða meiri tíma hér.“

Lengra viðtal við Isabelle Huppert má finna á menningarsíðum Morgunblaðsins, fimmtudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar