Jón hættur við að þjóna á Önnu Jónu

Jón Ólafsson tónlistarmaður ætlar ekki að þjóna á Önnu Jónu.
Jón Ólafsson tónlistarmaður ætlar ekki að þjóna á Önnu Jónu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í gær bárust fréttir af því að þekktir íslenskir menn ætluðu að þjóna á kaffihúsi Haraldar Þorleifssonar, Önnu Jónu, vegna Kvennaverkfallsins. Þetta eru Ari Eldjárn, Jón Gnarr, Högni Egilsson, Unnsteinn Manuel, Sigurður Guðmundsson, Einar Örn, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimarsson, Gunnar Hansson og Jón Ólafsson tónlistarmaður. Nú hefur Jón sagt sig frá verkefninu og segist ekki getað þjónað. 

„Á þriðjudaginn er verkfall kvenna og kvára. Það var óskað eftir því við mig að ég myndi hlaupa í skarðið á veitingahúsinu Önnu Jónu þann dag og þjóna til borðs ásamt góðum vinum og kunningjum. Komið er á daginn að ég verð að sinna börnum mínum enda margra barna faðir eins og alkunna er. Eftir á að hyggja var þessi hugmynd ekkert endilega alveg eins frábær og man ætlaði. Ég hef tilkynnt yfirmanni mínum á Önnu Jónu þetta og óska öllum gleðilegra jóla,“ segir Jón í færslu á Facebook. 
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir