Streep og Gummer skilin að skiptum

Hjónin eru sögð hafa slitið samvistum fyrir sex árum síðan.
Hjónin eru sögð hafa slitið samvistum fyrir sex árum síðan. Samsett mynd

Stórleikkonan Meryl Streep hefur sagt skilið við eiginmann hennar til 45 ára, myndhöggvarann Don Gummer. Hjónin sem giftu sig í september árið 1978 hafa ekki sótt um lögskilnað en eru samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs skilin að skiptum og búa ekki lengur saman.

Streep og Gummer kynntust í gegnum bróður leikkonunnar í New York undir lok áttunda áratugsins. Á þeim tíma syrgði Streep andlát kærasta síns, leikarans John Cazale, sem lést úr lungnakrabbameini. Streep og Gummer gengu í hjónaband aðeins sex mánuðum eftir fyrstu kynni þeirra á heimili foreldra hennar.

Bandarískir fjölmiðlar höfðu gert greint frá því að ekki væri allt með felldu í hjónabandinu en þau Streep og Gummer höfðu ekki sést opinberlega saman síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2018. Gummer sást reglulega við hlið eiginkonu sinnar á hinum ýmsu verðlaunahátíðum í gegnum árin.

Hjónin eiga fjögur uppkomin börn og tvö barnabörn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup