Laufey ræddi við einn þekktasta blaðamann heims

Laufey Lín og Nardwuar ræddu um margt skemmtilegt.
Laufey Lín og Nardwuar ræddu um margt skemmtilegt. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir heldur áfram að heilla fólk um heim allan með blæbrigðaríkri rödd sinni og fyrstu plötu, Bewitched. Hún er um þessar mundir á tónleikaferðalagi erlendis en gaf sér tíma til þess að ræða við Josh Ruskin, betur þekktur sem Nardwuar eða Nardwuar the Human Serviette. Sá er blaðamaður og þekktur fyrir kunnáttu sína og umfangsmiklar rannsóknir á tónlistarsögu heimsins. 

Laufey kíkti í heimsókn til Nardwuar í Vancouver í Kanada og ræddu þau meðal annars um tónlist, djasssöguna og líf Laufeyjar á Íslandi. Nardwuar birti myndband af viðtalinu á vinsælli Youtube-síðu hans í gærdag og hefur það nú þegar hlotið yfir 94 þúsund áhorf, en Nardwuar er vinsæll á Youtube og með rúmlega þrjár milljónir fylgjenda á síðunni. 

Líkleg á Grammy

Það eru spennandi tímar framundan hjá tónlistarkonunni, en hún er meðal þeirra átta sem helst þykja koma til greina í nýliðaverðlaun Grammy.

Plata henn­ar, Bewitched, sem út kom í liðnum mánuði þykir einnig eiga mögu­leika sem plata árs­ins hjá Variety, sem er helsta fag­rit banda­rísks skemmt­anaiðnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir