Trudeau minnist skólafélaga síns

Leikarinn Matthew Perry og forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau gengu í …
Leikarinn Matthew Perry og forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau gengu í sama barnaskóla. AFP

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er meðal þeirra sem hafa minnst Matthews Perrys, en Perry lést í gær á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum, 54 ára að aldri.

„Andlát Matthews Perrys er átakanlegt og sorglegt. Ég mun aldrei gleyma leikjunum sem við lékum okkur í fyrir utan skólann okkar, og ég veit að fólk um allan heim mun aldrei gleyma þeirri ánægju sem hann veitti þeim. Takk fyrir allan hláturinn, Matthew. Þú varst elskaður – og þín verður saknað,“ sagði Trudeau á X.

Perry var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í Friends þáttunum, en hann og Trudeau voru bekkjafélagar í Rockcliffe Park grunnskólanum í Ottawa í Kanada.

Maggie Wheeler, sem lék Janice, kærustu Chandlers í þáttunum, hefur einnig minnst leikarans.

„Hvílíkur missir. Heimurinn mun sakna þín Mattew Perry. Gleðin sem þú veittir svo mörgum á þinni stuttu lífstíð mun lifa áfram. Ég er svo þakklát fyrir hvert einasta skapandi augnablik sem við deildum,“ sagði Wheeler á Instagram.

Minnist „sonar“ síns

Morgan Fairchild, sem lék móður Chandlers í Friends, minnist Perrys á X.

„Ég er niðurbrotin vegna ótímabærs andláts „sonar“ míns, Matthews Perrys. Missir af svona frábærum ungum leikara er sjokk. Ég sendi ást og samúðarkveðjur til vina hans og fjölskyldu, sérstaklega föður hans, John Bennett Perry, sem ég vann með í Flamingo Road og Falcon Crest,“ sagði Fairchild.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan