Andlát Perry rannsakað frekar

Matthew Perry lést á laugardag 54 ára að aldri.
Matthew Perry lést á laugardag 54 ára að aldri. AFP/Chris Delmas

Embætti réttarlæknis í Los Angeles í Bandaríkjunum hefur gefið til kynna að nauðsynlegt sé að rannsaka tildrög andláts leikarans Matthew Perry frekar. 

Perry lést á laugardag, 54 ára að aldri. Í fyrstu fregnum af andlátinu kom fram að Perry hefði drukknað í heitum potti á heimili sínu.

Ákvörðun um dánarorsök frestað

Í skrá sinni á netinu hefur embætti réttarlæknis uppfært dánarorsök Perrys og segir þar nú að frestað hafi verið ákvörðun um hvert banamein hans var. 

CNN greinir frá því að krufning muni fara fram til þess að skera úr um hvert banamein Perrys var. Má vænta þess að margar vikur taki að fá niðurstöðu úr slíkri rannsókn. 

Lögreglan í Los Angeles rannsakar einnig andlát Perrys en hefur gefið út að ekki sé grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. 

Glímdi við fíknisjúkdóma

Perry var einn ástsælasti leikari Bandaríkjanna og Kanada. Fór hann með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends sem sýndir voru á árunum 1994 til 2004. Þáttaröðin hefur þó verið sívinsæl í gegnum árin. 

Perry glímdi við fíknisjúkdóma um langt skeið og tjáði sig opinskátt um baráttu sína við fíkniefni, meðal annars í sjálfsævisögu sinni Friends, lovers and the Big Terri­ble Thing sem kom út á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka