Andlát Perry rannsakað frekar

Matthew Perry lést á laugardag 54 ára að aldri.
Matthew Perry lést á laugardag 54 ára að aldri. AFP/Chris Delmas

Embætti rétt­ar­lækn­is í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um hef­ur gefið til kynna að nauðsyn­legt sé að rann­saka til­drög and­láts leik­ar­ans Matt­hew Perry frek­ar. 

Perry lést á laug­ar­dag, 54 ára að aldri. Í fyrstu fregn­um af and­lát­inu kom fram að Perry hefði drukknað í heit­um potti á heim­ili sínu.

Ákvörðun um dánar­or­sök frestað

Í skrá sinni á net­inu hef­ur embætti rétt­ar­lækn­is upp­fært dánar­or­sök Perrys og seg­ir þar nú að frestað hafi verið ákvörðun um hvert bana­mein hans var. 

CNN grein­ir frá því að krufn­ing muni fara fram til þess að skera úr um hvert bana­mein Perrys var. Má vænta þess að marg­ar vik­ur taki að fá niður­stöðu úr slíkri rann­sókn. 

Lög­regl­an í Los Ang­eles rann­sak­ar einnig and­lát Perrys en hef­ur gefið út að ekki sé grun­ur um að nokkuð sak­næmt hafi átt sér stað. 

Glímdi við fíkni­sjúk­dóma

Perry var einn ást­sæl­asti leik­ari Banda­ríkj­anna og Kan­ada. Fór hann með hlut­verk Chandlers Bing í gam­anþátt­un­um Friends sem sýnd­ir voru á ár­un­um 1994 til 2004. Þáttaröðin hef­ur þó verið sí­vin­sæl í gegn­um árin. 

Perry glímdi við fíkni­sjúk­dóma um langt skeið og tjáði sig op­in­skátt um bar­áttu sína við fíkni­efni, meðal ann­ars í sjálfsævi­sögu sinni Friends, lovers and the Big Terri­ble Thing sem kom út á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á aðra ekki síður en aðrir á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á aðra ekki síður en aðrir á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir