Andlát Perry rannsakað frekar

Matthew Perry lést á laugardag 54 ára að aldri.
Matthew Perry lést á laugardag 54 ára að aldri. AFP/Chris Delmas

Embætti rétt­ar­lækn­is í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um hef­ur gefið til kynna að nauðsyn­legt sé að rann­saka til­drög and­láts leik­ar­ans Matt­hew Perry frek­ar. 

Perry lést á laug­ar­dag, 54 ára að aldri. Í fyrstu fregn­um af and­lát­inu kom fram að Perry hefði drukknað í heit­um potti á heim­ili sínu.

Ákvörðun um dánar­or­sök frestað

Í skrá sinni á net­inu hef­ur embætti rétt­ar­lækn­is upp­fært dánar­or­sök Perrys og seg­ir þar nú að frestað hafi verið ákvörðun um hvert bana­mein hans var. 

CNN grein­ir frá því að krufn­ing muni fara fram til þess að skera úr um hvert bana­mein Perrys var. Má vænta þess að marg­ar vik­ur taki að fá niður­stöðu úr slíkri rann­sókn. 

Lög­regl­an í Los Ang­eles rann­sak­ar einnig and­lát Perrys en hef­ur gefið út að ekki sé grun­ur um að nokkuð sak­næmt hafi átt sér stað. 

Glímdi við fíkni­sjúk­dóma

Perry var einn ást­sæl­asti leik­ari Banda­ríkj­anna og Kan­ada. Fór hann með hlut­verk Chandlers Bing í gam­anþátt­un­um Friends sem sýnd­ir voru á ár­un­um 1994 til 2004. Þáttaröðin hef­ur þó verið sí­vin­sæl í gegn­um árin. 

Perry glímdi við fíkni­sjúk­dóma um langt skeið og tjáði sig op­in­skátt um bar­áttu sína við fíkni­efni, meðal ann­ars í sjálfsævi­sögu sinni Friends, lovers and the Big Terri­ble Thing sem kom út á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir