Aðdáendur gamanþáttaraðarinnar Friends flykkjast nú að sögusviði þáttanna í New York-borg eftir að þau tíðindi bárust að einn aðalleikaranna, Matthew Perry, hafi látist um helgina.
Perry var 54 ára að aldri, en hann fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á laugardag. Dánarorsök er ekki kunn að svo stöddu en embætti réttarlæknis í Los Angeles mun rannsaka andlátið frekar.
Líkt og sjá má á myndunum komust aðdáendur Friends við er þeir heimsóttu sögusvið þáttanna.