Nylon trónir á toppnum

Þær Steinunn Camilla, Alma, Klara og Emelía Björg í Nylon …
Þær Steinunn Camilla, Alma, Klara og Emelía Björg í Nylon hafa engu gleymt. Ljósmynd/

Stúlknasveitin Nylon sendi frá sér lagið Einu sinni enn í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar sem gerði garðinn frægan upp úr aldamótunum. Lagið hefur notið mikilla vinsælda á útvarpsstöðvum og streymisveitum og trónir á toppi Bylgjulistans aðra vikuna í röð.

Nylon, sem er skipuð þeim Ölmu Guðmundsdóttur, Steinunni Camillu Sigurðardóttur, Klöru Ósk Elíasdóttur og Emilíu Sigurðardóttur, stigu á svið í fyrsta sinn í 17 ár á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt hinn 19. ágúst síðastliðinn og frumfluttu nýjasta smell sinn við mikinn fögnuð viðstaddra.

Stúlknasveitin er í góðum félagsskap á Bylgjulista vikunnar en í öðru og þriðja sæti listans sitja kántrí-poppstjörnurnar Taylor Swift og Miley Cyrus með slagara sína, Cruel Summer og Used To Be Young.



 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård