Perry lést á afmælisdegi fyrrverandi kærustu sinnar

Perry átti í þó nokkrum samböndum um ævina.
Perry átti í þó nokkrum samböndum um ævina. Samsett mynd

All­ur heim­ur­inn syrg­ir Matt­hew Perry, einn þekkt­asta gam­an­leik­ara tí­unda ára­tug­ar­ins, sem lést á laug­ar­dag. Leik­ar­inn, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn í hlut­verki sínu sem hinn spaug­sami Chandler Bing í gam­anþátt­un­um Friends, hafði haldið sig frá sviðsljós­inu síðastliðin ár til að ein­beita sér að sjálf­um sér eft­ir ára­langa bar­áttu við áfeng­is- og fíkni­efna­neyslu. 

Þrátt fyr­ir óreglu og ým­iss kon­ar erfiðleika átti Perry í þó nokkr­um sam­bönd­um um æv­ina, en tókst aldrei að festa ráð sitt. Hann sagði meðal ann­ars frá því í end­ur­minn­ing­um sín­um, Friends, Lovers and the Big Terri­ble Thing, sem kom út á síðasta ári að hann hafi verið hug­fang­inn af vin­konu sinni og meðleik­konu, Jenni­fer Anist­on.

Ju­lia Roberts (1995 til 1996) 

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Ju­lia Roberts kynnt­ist Perry stuttu áður en hún fór með lítið hlut­verk í ann­arri þáttaröð af Friends. Hún tók að sér hlut­verkið með einu skil­yrði, að hún léki á móti Perry. Þegar hann frétti af því var hann snögg­ur til og sendi Roberts 36 rauðar rós­ir og kort sem á stóð: „Það eina meira spenn­andi en að fá þig til að leika í þætt­in­um er að nú hef loks­ins af­sök­un til þess að senda þér blóm.“

Perry og Roberts hófu sam­band sitt stuttu seinna en sex mánuðum síðar var því lokið. Leik­ar­inn sleit því þar sem hann taldi sig ekki „næg­an“ fyr­ir Roberts. Hann lést á 56 ára af­mæl­is­degi leik­kon­unn­ar.

Matthew Perry og Julia Roberts í hlutverkum sínum í Friends.
Matt­hew Perry og Ju­lia Roberts í hlut­verk­um sín­um í Friends. Skjá­skot/​IMDb

Ya­smine Bleeth (1996)

Karakt­er Perry í Friends, Chandler Bing, var mik­ill aðdá­andi Baywatch og þá sér­stak­lega hinn­ar vin­sælu Ya­smine Bleeth. Perry átti í ástar­sam­bandi við fyrr­ver­andi leik­kon­una stuttu eft­ir að hann hætti með Roberts.

Yasmine Bleeth í hlutverki sínu í Baywatch.
Ya­smine Bleeth í hlut­verki sínu í Baywatch. Skjá­skot/​IMDb

Neve Camp­bell (1998)

Neist­ar flugu á milli Perry og leik­kon­unn­ar Neve Camp­bell, sem þekkt­ust er fyr­ir leik sinn í Scream-hroll­vekj­un­um, við tök­ur á gam­an­mynd­inni Three to Tango. Ástin ent­ist ekki lengi og var parið hætt sam­an fyr­ir frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar.

Sena úr Three to Tango.
Sena úr Three to Tango. Skjá­skot/​IMDb

Maeve Quin­l­an (2002 til 2003)

Sam­band Perrys og banda­rísku sápuóperu­leik­kon­unn­ar Maeve Quin­l­an var sagt fyrsta al­vöru sam­band leik­ar­ans eft­ir hann kom fram í sviðsljósið. Lítið er vitað um sam­band pars­ins en þau voru sam­an í rúmt ár. 

Quinlan er þekktust fyrir leik sinn í sápuóperunni Bold and …
Quin­l­an er þekkt­ust fyr­ir leik sinn í sápuóper­unni Bold and the Beautif­ul. Skjá­skot/​IMDb

Rachel Dunn (2003 til 2005) 

Perry átti í tveggja ára sam­bandi við íþrótta­kon­una Rachel Dunn, en hún er at­vinnu­kona í blaki. Perry var tals­vert eldri en Dunn en 14 ára ald­urs­mun­ur var á par­inu. 

Lizzy Capl­an (2006 til 2012) 

Leik­kon­an Lizzy Capl­an, sem marg­ir þekkja úr banda­rísku þáttaröðinni New Girl og kvik­mynd­inni Mean Gir­ls, var kær­asta Perry í sex og er það lengsta sam­band leik­ar­ans. Parið kynnt­ist óvænt í 23 ára af­mæl­is­veislu leik­kon­unn­ar sem Perry mætti óboðinn í. Þau skildu árið 2012 og voru mikl­ir vin­ir allt til enda. 

Leikkonan Lizzy Caplan hefur gert það gott í Hollywood.
Leik­kon­an Lizzy Capl­an hef­ur gert það gott í Hollywood. Skjá­skot/​IMDb

Molly Hurwitz (2018 til 2021) 

Perry trú­lofaðist hinni 29 ára gömlu Molly Hurwitz árið 2020 eft­ir tveggja ára sam­band. Sex mánuðum síðar ákváðu þau að slíta trú­lof­un sinni. Sam­band þeirra var síðasta sam­band leik­ar­ans fyr­ir ótíma­bært frá­fall hans. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by In Touch Weekly (@intouchweekly)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Kannski stendur þér stuggur af fólki sem nýtur velgengni, en það er ekkert ósnertanlegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant