„Hugur okkar er hjá fjölskyldu Matty“

Leikararnir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Leikararnir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. AFP

Fyrrverandi samleikarar Matthew Perry segjast niðurbrotin yfir fréttum af fráfalli vinar síns. 

Perry, sem var einn ást­sæl­asti leik­ari Banda­ríkj­anna og Kan­ada, lést á laugardaginn. Hann fór með hlut­verk Chandlers Bing í gam­anþátt­un­um Friends sem sýnd­ir voru á ár­un­um 1994 til 2004. 

Jennifer Aniston, Courteney Cox, Matt LeBlanc, David Schwimmer og Lisa Kudrow, sem fóru einnig með aðalhlutverk í þáttunum, hafa nú sent frá sameiginlega yfirlýsingu. 

„Við vorum meira en bara vinnufélagar. Við erum fjölskylda. Það er svo margt sem þarf að segja en á þessari stundu ætlum við að taka smá tíma til að syrgja og vinna úr þessum óskiljanlega missi,“ segir í yfirlýsingunni.

„Hugur okkar er hjá fjölskyldu Matty“

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því á laugardaginn að Perry hefði fundist látinn í heitapotti á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Banamein hans liggur ekki fyrir en ekki er talið að andlátið hans hafi borið að með saknæmum hætti.

„Hugur okkar er hjá fjölskyldu Matty, vinum hans og öllum sem elskuðu hann víða um heiminn,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson