Drottning hrekkjavökunnar stal senunni

Það er ekki að ástæðulausu að ofurfyrirsætan Heidi Klum sé …
Það er ekki að ástæðulausu að ofurfyrirsætan Heidi Klum sé kölluð drottning hrekkjavökunnar. Samsett mynd

Hrekkjavökudrottningin Heidi Klum er þekkt fyrir að fara alla leið á hrekkjavökunni, en í gær klæddi hún sig upp sem gríðarstór páfugl í árlegu hrekkjavökuteiti sem hún heldur fyrir ríka og fræga fólkið í New York-borg.

Á síðasta ári setti Klum internetið á hliðina þegar hún klæddi sig upp sem ánamaðkur, en það tók hana um tíu tíma að gera sig tilbúna með hjálp fjölda aðstoðamanna.

Þótt Klum tjaldi vanalega öllu til á hrekkjavökunni er óhætt að segja að búningurinn í ár skeri sig úr að því leyti að hann samanstóð af Klum sjálfri ásamt tíu öðrum einstaklingum, en saman mynduðu þau gríðarstóran páfugl.

Klum var andlit og búkur páfuglsins á meðan tíu einstaklingar úr hinum vinsæla Cirque du Soleil mynduðu fjaðrir og fætur fuglsins. Þá mætti eiginmaður Klum, Tom Kaulitz, sem páfuglaegg. 

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

View this post on Instagram

A post shared by Prime Video (@primevideo)

View this post on Instagram

A post shared by Hugo Gloss (@hugogloss)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir