Sjáðu Rúrik Gíslason í gegnum árin

Sjáðu fyrrverandi knattspyrnumanninn Rúrik Gíslason í gegnum ferilinn.
Sjáðu fyrrverandi knattspyrnumanninn Rúrik Gíslason í gegnum ferilinn. Samsett mynd

Fyrrverandi knattspyrnumanninum Rúrik Gíslasyni er margt til listanna lagt, en á undanförnum vikum hefur hann slegið rækilega í gegn í sjónvarpsþáttunum IceGuys sem fjalla um samnefnt strákaband.

Rúrik á glæstan fótboltaferil að baki og hefur spilað í Englandi, Danmörku og Þýskalandi. Hann skaust eftirminnilega á stjörnuhimininn sumarið 2018 þegar hann fór á heimsmeistaramótið í knattspyrnu með íslenska landsliðinu. Eftir að Rúrik kom inn á í síðari hálfleik á móti Argentínu varð allt vitlaust og fóru fylgjendur hans á Instagram úr því að vera 30 þúsund yfir í 358 þúsund á örskömmum tíma.

Síðan þá hefur boltinn sannarlega rúllað hjá Rúrik, en í dag er hann fyrirsæta, áhrifavaldur, dansari, söngvari og leikari. Ferill Rúriks hófst þó á fótboltavellinum í Kópavogi þegar hann var 17 ára gamall.

Fór út í atvinnumennsku 17 ára

Ferill Rúriks hófst hjá HK í Kópavogi og spilaði hann með liðinu til ársins 2005, en þá fór hann út fyrir landsteinana og spilaði með Charlton Athletic í Lundúnum aðeins 17 ára gamall. 

Rúrik hóf ferilinn hjá HK, en hér er hann árið …
Rúrik hóf ferilinn hjá HK, en hér er hann árið 2005 þá 17 ára gamall. mbl.is
Rúrik spilaði með knattspyrnuliðinu Charlton Athletic í suðaustur Lundúnum. Hér …
Rúrik spilaði með knattspyrnuliðinu Charlton Athletic í suðaustur Lundúnum. Hér er mynd af honum frá 2007. Heimasíða Charlton

Frá Lundúnum til Danmerkur

Frá Lundúnum lá leið Rúriks til Danmerkur árið 2007 þar sem hann spilaði með þremur mismunandi liðum á árunum 2007 til 2015. 

Fyrst fór hann til Viborg á Jótlandi, þaðan til OB í Óðinsvéum og að lokum til F.C. Kaupmannahafnar. 

Rúrik á æfingu með Odensen Boldklubb, oftast kallað OB, í …
Rúrik á æfingu með Odensen Boldklubb, oftast kallað OB, í Óðinsvéum árið 2009. Ljósmynd/ob.dk
Rúrik í leik F.C. Kaupmannahafnar á móti Real Madrid árið …
Rúrik í leik F.C. Kaupmannahafnar á móti Real Madrid árið 2013. Með honum á myndinni er Sami Khedira. GERARD JULIEN

Kláraði ferilinn í Þýskalandi

Árið 2015 fór Rúrik til Þýskalands þar sem hann spilaði með SV Sandhausen til ársins 2020 en þá tók hann ákvörðun að leggja fótboltaskóna á hilluna. 

Á ferlinum spilaði Rúrik 53 leiki með íslenska A-landsliðinu og skoraði í þeim þrjú mörk.

Rúrik árið 2010.
Rúrik árið 2010. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Ljósmynd/Fcn.de
Rúrik Gíslason á heimsmeistaramótinu árið 2018.
Rúrik Gíslason á heimsmeistaramótinu árið 2018. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir