Félagar skelltu í stórskemmtilega frasabók

Emil Örn Aðalsteinsson og Eyþór Wöhler fagna útgáfu Frasabókarinnar á …
Emil Örn Aðalsteinsson og Eyþór Wöhler fagna útgáfu Frasabókarinnar á Skuggabar í dag kl. 18 Árni Torfason

„Við vorum staddir ásamt fleirum í Covid-útskriftarferð á Tenerife, haustið 2021, og sátum saman félagarnir að spila á spil til þess að þreyja tímann. Ég tók eftir því hvað Eyþór kunni mikið af stórskemmtilegum frösum og þannig kviknaði þessi hugmynd að það væri gaman að búa til bók,“ segir Emil Örn Aðalsteinsson, háskólanemi og annar höfundur Frasabókarinnar. Hann ásamt Eyþóri Wöhler, knattspyrnumanni hjá Breiðablik og háskólanema, hafa sent frá sér leiðarvísi, uppfullan af frösum, nýjum og gömlum. 

„Þetta vatt bara upp á sig. Hugmyndin kviknaði mjög óvænt og eftir það byrjaði boltinn að rúlla. Við vorum með frasa á heilanum í tæplega tvö ár og allt í einu vorum við komnir með meira en nóg efni í bók,“ segja félagarnir. 

Hvað er frasi?

„Við skilgreinum þetta sem eins konar slanguryrði eða orðasamband sem verður vinsælt innan fjölskyldna, vinahópa eða vinnufélaga. Við komumst að því að það er svolítið í lausu lofti hvað frasi er, en við álítum frasa vera orð eða setningu sem hópur hefur gefið nýja merkingu,“ segja Emil Örn og Eyþór. 

Félagarnir veltu fyrir sér öllum frösum.
Félagarnir veltu fyrir sér öllum frösum. Árni Torfason

„Kaffi og sígó“ og „partíbaldur“

Aðspurðir segjast félagarnir vera miklir húmoristar og því megi lesendur eiga von á góðu, en bókin skoðar allt frá nútímaslangri yfir í eldri og þekktari frasa og orðasúpur. „Það eru yfir 1000 frasar í bókinni en á tímabili var þetta ákveðið lúxusvandamál,“ segir Emil Örn. 

„Við vorum búnir að safna yfir 2500 frösum en okkur var ráðlagt að skera niður og velja aðeins það besta. Við öflunina komumst við meðal annars að því að það eru til tíu mismunandi frasar um það að eitthvað sé gert úr sandi, það vissum við ekki áður.“

Fyrir hverja er Frasabókin?

„Bókin er fyrir alla. Markhópurinn er mjög breiður og jafnt ungir sem aldnir geta lesið og haft gaman af. Þarna er að finna gamla málshætti, nýtt slangur og skemmtilegir myndir. Við lögðum upp með smá markmið, að við sem samfélag myndum læra að skilja hvert annað. 

Félagarnir eru spenntir að kynna landsmenn fyrir klassískum frösum og …
Félagarnir eru spenntir að kynna landsmenn fyrir klassískum frösum og nýyrðum. Árni Torfason

Hver er uppáhalds frasinn þinn?

„Þetta er erfið spurning en ég verð að segja „kaffi og sígó“, segir Eyþór, en það er merki um yfirvegun samkvæmt höfundum bókarinnar. „Ég verð einnig að minnast á orðið „partíbaldur“ en það er nýmóðins frasi um saur sem gleymdist að sturta niður,“ segir hann og hlær. 

„Eftir alla undirbúningsvinnuna fyrir bókina þá hefur mér orðið ansi annt um frasann „láttu deigan síga“ þar sem ég lærði loksins að beita frasanum rétt,“ segir Emil Örn í lokin.

Bókin er fáanleg í bókabúðum og stórmörkuðum.
Bókin er fáanleg í bókabúðum og stórmörkuðum. Árni Torfason
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Allt tekur enda um síðir, hafðu það í huga þegar þú ert við það að gefast upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hikaðu ekki við að losa þig við það sem þú hefur ekki lengur not fyrir. Allt tekur enda um síðir, hafðu það í huga þegar þú ert við það að gefast upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Torill Thorup