Rúrik mætti í hrekkjavökupartí Heidi Klum

Rúrik Gíslason mætti í hrekkjavökupartí til Heidi Klum í New …
Rúrik Gíslason mætti í hrekkjavökupartí til Heidi Klum í New York-borg á þriðjudaginn. Samsett mynd

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason var meðal gesta í stjörnum prýddu hrekkjavökupartíi ofurfyrirsætunnar Heidi Klum sem haldið var síðastliðinn þriðjudag í New York-borg.

Á ári hverju heldur hrekkjavökudrottningin glæsilegt partí fyrir ríka og fræga fólkið sem er þekkt fyrir að tjalda öllu til fyrir viðburðinn. Sjálf fer Klum alla leið á hrekkjavökunni, en í ár klæddi hún sig upp sem gríðarstór páfugl. 

Með heitustu TikTok-stjörnum heims

Rúrik birti myndir úr partíinu á Instagram-reikningi sínum, en hann stillti sér meðal annars upp með heitustu TikTok-stjörnum heims, þeim Tim Schaecker og Jacob Rott sem eru hluti af strákabandinu Elevator Boys.

Hann hitti einnig Klum og eiginmann hennar, Tom Kaulitz, sem mætti sem páfuglaegg. Sjálfur mætti Rúrik sem vampíra í partíið.

Tim Schaecker, Rúrik og Jacob Rott.
Tim Schaecker, Rúrik og Jacob Rott. Skjáskot/Instagram
Rúrik hitti Heidi Klum í partíinu.
Rúrik hitti Heidi Klum í partíinu. Skjáskot/Instagram
Eiginmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz.
Eiginmaður Heidi Klum, Tom Kaulitz. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar