Perry lagður til hinstu hvílu

Matthew Perry fannst látinn síðastliðinn laugardag.
Matthew Perry fannst látinn síðastliðinn laugardag. AFP/Chris Delmas

Bandaríski leikarinn Matthew Perry var borinn til grafar í Los Angeles í gær. Hann fannst látinn 28. október síðastliðinn. Hann var þá 54 ára gamall. Perry er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í sjónvarpsþáttunum Friends. 

Jarðarförin var haldin í kyrrþey og sóttu hana bæði fjölskylda og meðleikarar Perry. Þar á meðal var samstarfsfólk hans úr Friends, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, David Schwimmer, Matt LeBlanc og Lisa Kudrow. Hafa þau sagst miður sín yfir láti Perry. Að missa hann væri eins og að missa fjölskyldumeðlim.

Aðdáendur Friends lögðu blóm við sögusvið þáttanna í New York.
Aðdáendur Friends lögðu blóm við sögusvið þáttanna í New York. AFP/John Lamparski

Glímdi við fíknivanda

Dánarorsök liggur enn ekki fyrir. Þá hefur komið fram að engin ólögleg fíkniefni hafi fundist á heimili leikarans og að lögregla telji ekki að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Perry talaði opinskátt um það á síðustu árum að hann hefði glímt við fíkniefnavanda um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir